facebook_pixel
Home/Skilmálar
Skilmálar 2014-08-17T15:27:48+00:00

Pokerstore.is er netverslun sem sérhæfir sig í vönduðum varningi fyrir spilaherbergið.

Það er einfalt og þægilegt að versla í netversluninni hjá okkur en einnig er hægt að skoða vörulista og sérpanta það sem ekki fæst á netinu. Um leið og greiðsla hefur borist fyrir pöntun í netverslun er hún afgreidd og send af stað til þín. Sé vara uppseld verðu haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða full endurgreiðsla. Sé um sérpöntun að ræða verður sölumaður í sambandi við þig og veitir þér allar nánari upplýsingar.

Upplýsingar um seljanda

Pokerstore.is er rekin af Nordic Distribution Partners ehf., kt: 550514-0870, til húsa að Klapparholti 5. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og sölu á ýmsum spilavarningi.

Verð

Öll verð á Pokerstore.is eru með 25,5% virðisaukaskatti. Vinsamlega athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara vegna rangra verðupplýsinga eða prentvilla.

Greiðslumöguleikar

Hægt er að greiða með bankamillifærslu. Ef greiðsla hefur ekki borist innan 24 klukkustunda frá pöntun mun hún eyðast sjálfkrafa.

Afhending og sendingarkostnaður

Pokerstore.is sendir um allt land. Pakkar eru sendir með Póstinum heim að dyrum eða á það pósthús sem er næst kaupanda.  Alla jafna tekur það tvo til fjóra daga að afhenda vöruna eftir að pöntun er gerð.
Ath: pantanir eru ekki sendar út um helgar eða á löggildum frídögum.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með. Varan er endurgreidd að fullu ef henni er skilað innan 14 daga og ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta. Ef þú þarft að skila eða skipta vöru geturðu sent okkur póst á pokerstore@pokerstore.is

Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Höfundaréttur og vörumerki

Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á www.pokerstore.is eru eign Nordic Distribution Partners ehf. og er öll afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu leyfi. Pokerstore.is má ekki nota í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.

Hafa samband

Hægt er að senda okkur línu á pokerstore@pokerstore.is og við munum svara eins fljótt og við getum.